fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Eyjan

Sara tekst á við nýtt verkefni -„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa“ 

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 09:30

Sara Oskarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sara Oskarsson, listakona og fyrrum þingmaður Pírata, tekst á við nýtt verkefni í haust þegar hún sest á skólabekk við læknadeild Háskóla Íslands.

Sara greinir frá því að hún geti varla beðið eftir að byrja, en hún er ein af 77 sem komst í námið. Sara er 44 ára, gift og fimm barna móðir.

Ég komst inn í Læknadeild Háskóla Íslands! 

Cat Stevens söng:

For you will still be here tomorrow but your dreams may not”

Nú veit ég svo sem ekki nákvæmlega hver merkingin var fyrir hann en fyrir mig snýst það um að heiðra drauma sína og prófa í stað þess að láta draumana veslast upp.

Ég ákvað því að prófa að fara í inntökuprófið í læknisfræði í Háskóla Íslands.

Ég lærði nokkuð stíft í vor og þvílík forréttindi og unun að læra; líffræði, eðlisfræði, stærðfræði, lífeðlisfræði, íslenska, siðfræði, efnafræði, saga, jarðfræði, félagsfræði, sálfræði.. hver grein annarri skemmtilegri.“ 

Sara greinir frá því í færslu á Facebook að henni hafi borist niðurstaðan í gær, en hún er eins og áður sagði ein af 77 og hefst námið í ágúst.

Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa.

Námið byrjar eftir rúman mánuð og ég hreinlega get varla beðið eftir því að byrja að læra allt um mannslíkamann og lífið sem í honum býr. Þvílíkt kraftaverk sem hann er.“ 

Með færslunni birtir Sara mynd af sér tekin eftir tveggja daga inngönguprófið sem fór fram 5. og 6. júní.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“

Ingu blöskraði – „Er hann að segja að kvótakóngarnir eigi sjávarauðlindina??“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær

Tillaga um lækkun fasteignagjalda í Reykjavík óábyrg og ótímabær
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?

Þorbjörg Sigríður: Hvernig var passað upp á gögnin sem láku frá sérstökum saksóknara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi

Upplifði höfnun eftir kosningarnar og fannst það ósanngjarnt – Segir að síðasta ríkisstjórn hafi setið of lengi