Sara Oskarsson, listakona og fyrrum þingmaður Pírata, tekst á við nýtt verkefni í haust þegar hún sest á skólabekk við læknadeild Háskóla Íslands.
Sara greinir frá því að hún geti varla beðið eftir að byrja, en hún er ein af 77 sem komst í námið. Sara er 44 ára, gift og fimm barna móðir.
„Ég komst inn í Læknadeild Háskóla Íslands!
„Cat Stevens söng:
„For you will still be here tomorrow but your dreams may not”
Nú veit ég svo sem ekki nákvæmlega hver merkingin var fyrir hann en fyrir mig snýst það um að heiðra drauma sína og prófa í stað þess að láta draumana veslast upp.
Ég ákvað því að prófa að fara í inntökuprófið í læknisfræði í Háskóla Íslands.
Ég lærði nokkuð stíft í vor og þvílík forréttindi og unun að læra; líffræði, eðlisfræði, stærðfræði, lífeðlisfræði, íslenska, siðfræði, efnafræði, saga, jarðfræði, félagsfræði, sálfræði.. hver grein annarri skemmtilegri.“
Sara greinir frá því í færslu á Facebook að henni hafi borist niðurstaðan í gær, en hún er eins og áður sagði ein af 77 og hefst námið í ágúst.
„Það er óhætt að segja að ég sé glöð og hissa.
Námið byrjar eftir rúman mánuð og ég hreinlega get varla beðið eftir því að byrja að læra allt um mannslíkamann og lífið sem í honum býr. Þvílíkt kraftaverk sem hann er.“
Með færslunni birtir Sara mynd af sér tekin eftir tveggja daga inngönguprófið sem fór fram 5. og 6. júní.