Forráðamenn Brentford hafa sett Manchester United stólinn fyrir dyrnar. Borgið uppsett verð á Bryan Mbeumo eða hann far ekki fet.
Brentford vill 65 milljónir punda í sinn vasa ef Mbeumo á að fara.
United hefur boðið nálægt því en hluti af því hefur verið í bónusum sem kannski ekki verða að veruleika.
Ensk blöð segja að Brentford vilji þessa upphæð í öruggum greiðslum og ekkert múður með það, þessi skilaboð hafi náð til United.
Ruben Amorim vill fá Mbeumo til æfinga strax í næstu viku en óvíst er hvort það takist miðað við ganginn í viðræðum.