fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Skemmdarverk á Seltjarnarnesi – Lögreglan leitar vitna

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 30. júní 2025 18:27

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skemmdir voru unnar á um tíu bifreiðum á Seltjarnarnesi um helgina, en tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagsmorgun, 28. júní.

Bifreiðarnar voru kyrrstæðar í bifreiðastæðum við Seltjarnarneskirkju á Kirkjubraut og á Nesvegi við Mýrarhúsaskóla þegar verknaðurinn átti sér stað.

Þar var á ferðinni skemmdarvargur sem rispaði allar bifreiðarnar með einhvers konar áhaldi svo mikið tjón hlaust af.

Lögreglan biður þau sem geta veitt upplýsingar um málið um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í tölvupósti á netfangið gudmundur.petur@lrh.is. Sérstaklega er óskað eftir upplýsingum um mannaferðir á þessum stað á föstudagskvöld.

Þau sem búa á áðurnefndu svæði eða áttu þar leið um á fyrrnefndum tíma eru góðfúslega beðin um að athuga með myndefni hafi þau aðgang að slíku, m.t.t. rannsóknarinnar.

Hér er bæði átt við hefðbundnar eftirlitsmyndavélar og eins upptökur úr bifreiðum, en margar bifreiðar hafa nú slíkan búnað innanborðs, eins og kemur fram í tilkynningu lögreglunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump

Yfirmaður Alþjóða kjarnorkumálastofnunarinnar sáir efasemdum um orð Trump
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar

Er forseti Kína á útleið? – Hreinsanir sagðar hafnar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Horfni fiðluleikarinn og grunsamlega vinkonan með skuggalegu fortíðina – Gerði leigusamning um íbúð á Selfossi eftir hvarfið

Horfni fiðluleikarinn og grunsamlega vinkonan með skuggalegu fortíðina – Gerði leigusamning um íbúð á Selfossi eftir hvarfið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lýsa yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar – Ætla að greiða málskostnaðartryggingu unga öryrkjans

Lýsa yfir megnri óánægju og hneykslan með ákvörðun Hæstaréttar – Ætla að greiða málskostnaðartryggingu unga öryrkjans