fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fréttir

Skrif Guðmundar Andra um málþóf vekja athygli: „Niðurlægjandi fyrir þjóðina“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 24. júní 2025 10:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að mikill tími hafi farið í að ræða frumvarp atvinnuvegaráðherra um veiðigjöld á Alþingi síðustu daga og hefur stjórnarandstaðan verið sökuð um að beita málþófi grimmt.

Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, er ómyrkur í máli á Facebook-síðu sinni og segir að virkja þurfi 71. grein þingskaparlaga sem veitir þingforseta heimild til að takmarka ræðutíma.

„Minnihlutinn á Alþingi lítur á sig sem hinn náttúrulega meirihluta og núverandi ástand sem óeðlilega undantekningu sem ekki beri að virða. Þess vegna lætur þetta fólk eins og það sé við stjórnvölinn og stöðvar störf þingsins. Minnihlutaflokkarnir taka sér vald yfir þingstörfunum sem kjósendur hafa ekki veitt þeim,“ segir hann og heldur áfram:

„Málþóf er niðurlægjandi. Það er ekki umræða heldur eftirlíking á umræðu. Það er afskræming á umræðu, sem er eitt það mikilvægasta sem fram fer innan veggja þingsins: að ræða mál vel og ýtarlega út frá öllum sjónarmiðum. Málþóf er skrípamynd af slíkri iðju, gerir lítið úr henni.“

Hann segir að málþóf sé niðurlægjandi fyrir þann sem tekur þátt í því vegna þess að þar með sýnir hann þingræðinu lítilsvirðingu – mikilvægasta og virðulegasta umræðuvettvangi þjóðarinnar. Hann geri um leið lítið úr sjálfum sér og trúnaðarstöðu sinni.

„Það er niðurlægjandi fyrir flokksformenn sem vilja gefa þá mynd af sér að vera tilbúnir að takast á hendur æðstu virðingarstöður í þjónustu lands og þjóðar. Það er niðurlægjandi fyrir ríkjandi meirihluta hverju sinni sem horfir ráðalaus á þessa gíslatöku ræðustólsins. Það er niðurlægjandi fyrir þjóðina að búa við svo óskilvirkt þingræðisfyrirkomulag.“

Færslu sína endar Guðmundur Andri á þeim orðum að það hljóti að vera meðal forgangsverkefna núverandi þingmeirihluta að koma Alþingi í starfhæft form.

„Ég sé ekki að það verði gert öðruvísi en með því að virkja 71. grein þingskaparlaga, sem veitir forseta þingsins heimild til að takmarka ræðutíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“

Illindi og hótanir vegna frestunar hrekkjavökugleði – „Þetta býður upp á svekkelsi og leið börn“
Fréttir
Í gær

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum

Hafnarfjarðarmálið: Meintur gerandi hringdi stöðugt í móðurina í aðdraganda húsbrotsins – Sláandi lýsingar á ofbeldi gegn drengnum
Fréttir
Í gær

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni

Stöðvaður með 40 sentímetra af snjó á framrúðunni
Fréttir
Í gær

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp

Milljónaráðgjafinn Þórunn tórði ekki lengi hjá ríkislögreglustjóra – Glænýjum ráðningasamningi sagt upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“

Biður um að dóttir hans verði ekki skilgreind út frá húðlit – „Pabbi, af hverju segja krakkar að ég sé svört?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“

Kjartan vill einkunnir í tölustöfum – „Almenningur skilur ekki bókstafakerfið og vill ekki sjá það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“