fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

Hafdís er fundin! – „Hún er lítið á netinu og hafði hvorki séð Facebook færsluna né fréttir af leitinni að henni“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 17. júní 2025 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í morgun birti DV frétt um að SOS Barnaþorpin væru að leita að konu að nafni Hafdís. Ástæða leitarinnar var sú að til samtakanna leitaði indversk kona, Ambika sem ólst upp í SOS barnaþorpinu í Greenfields á Indlandi árin 1993 til 2012. Hafdís var SOS-foreldri hennar og styrkti Ambiku í gegnum SOS og sendi henni reglulega kort í pósti, síðast fyrir um 10 árum. Nú er Ambika á leið til Íslands ásamt eiginmanni sínum og langar að hitta Hafdísi.

Sjá einnig: Ambika er á leið til Íslands – Leitar að Hafdísi og langar að þakka henni fyrir stuðning

DV barst rétt í þessu tölvupóstur frá upplýsingafulltrúa SOS Barnaþorpanna, Hans Steinari Bjarnasyni. Þar kemur fram að Hafdís er fundin, hún er í sumarbústað og var því ekki búin að sjá fréttir um að hennar væri leitað.

„Mig langaði bara að láta þig vita að Hafdís er fundin. Ábending ættingja hennar kom okkur á sporið. Hún varð alveg himinlifandi þegar ég tilkynnti henni að von væri á Ambiku til Íslands. Hún er stödd úti á landi í sumarbústað og hafði ekki heyrt af leitinni af sér. Hún er lítið á netinu og hafði hvorki séð Facebook færsluna né fréttir af leitinni að henni. Henni varð svo mikið um að heyra það að hún sagðist þurfa tíma til að meðtaka þetta allt saman, bæði að hún myndi fá þetta tækifæri til að hitta Ambiku og að hún væri orðin að fréttaefni í fjölmiðlum. Hún hafði þó mikla ánægju af því.

Mestu ánægjuna hafði Hafdís þó af því að sjá hvað stuðningur hennar hafði greinilega gert Ambiku gagn því hún vissi að hún væri langskólagengin og búin að koma sér vel fyrir í lífinu. Ég hef tilkynnt Ambiku um að Hafdís sé fundin og bíð nú eftir að heyra aftur frá henni.“

Þeir sem vilja kynna sér starfsemi SOS Barnaþorpanna og hugsanlega gerast styrktarforeldri geta fundið allar upplýsingar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Í gær

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal