fbpx
Mánudagur 15.september 2025
Fréttir

Guðmundur Karl Snæbjörnsson sviptur lækningaleyfi

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 12. júní 2025 16:40

Guðmundur Karl var sviptur lækningaleyfi 5. júní 2025.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

María Heimisdóttir landlæknir hefur svipt Guðmund Karl Snæbjörnsson lækningaleyfi. Ástæðan er óeðlileg meðhöndlun.

Vísir greindi fyrst frá þessu.

Guðmundur Karl, eða Kalli Snæ eins og hann betur þekktur sem, hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fyrir veipi og gegn bólusetningum við COVID-19. Hann var sviptur lækningaleyfi fyrir viku, það er 5. júní.

Ástæðan er tiltekin sem óeðlileg meðhöndlun, það er langvarandi brot gegn faglegum skyldum og misnotkun á rétti til að tjá sig. Að hann hafi ítrekað gert opinberar yfirlýsingar og sent erindi til stjórnvalda sem hafi grafið undan trausti á heilbrigðisþjónustu. Einnig hafi hann miðlað óljósum hugmyndum svo sem um umframdauðsföll án staðfestra vísindalegra gagna.

Sjá einnig:

Guðmundur Karl læknir kærður til lögreglu – „Þeir eru að saka mig um að dreifa eitri“

Guðmundur Karl segir að gagnrýni hans á heilbrigðisyfirvöld og sóttvarnaraðgerðir séu ástæða sviptingarinnar. Hefur hann krafist ógildingar hennar og segir hana ekki standast stjórnsýslulegar kröfur. Sendi hann Umboðsmanni Alþingis bréf þess efnis í dag, 12. júní og segist fara með málið til dómstóla vanræki Umboðsmaður að afgreiða það innan 48 klukkustunda.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu

Ráðgátan loksins leyst – Hvarf fyrir sex árum með leikjatölvuna í gangi og símann í hleðslu
Fréttir
Í gær

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld

Farþegi stökk fyrir borð til að flýja 2 milljón króna spilaskuld
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”

Jón Kaldal: „Þessi furðulega meðvirkni með fúskurum verður að hætta”
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram

Segjast hafa gómað skotmann Charlie Kirk – Faðir skotmannsins hafi sannfært hann um að gefa sig fram
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“

Fyrrum FBI-fulltrúi: Morðingi Charlie Kirk alls „enginn viðvaningur“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina