fbpx
Sunnudagur 17.ágúst 2025
Fréttir

Jón Gnarr lýsir sorgarsögu 14 ára drengs – Tvisvar lent í hjartastoppi og móðir hans óvinnufær

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 4. júní 2025 09:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, segir að öllum ætti að vera ljóst að neyðarástand ríkir í málefnum barna á Íslandi, sérstaklega barna í fjölþættum og flóknum vanda, til dæmis fíknivanda.

Jón gerði þetta að umtalsefni á Alþingi í gær undir dagskrárliðnum störf þingsins. Lýsti hann meðal annars samtali sem hann átti við móður 14 ára drengs fyrir skemmstu.

„Okkur skortir úrræði. Við bjóðum ekki drengjum nokkra einustu langtímameðferð og hefur ekki verið langtímameðferð fyrir drengi í rúmt ár. Það er algerlega óásættanlegt. Við erum með eitt langtímaúrræði fyrir stúlkur í Hörgársveit og biðlisti er þar inn. Okkur vantar fleiri rými fyrir stúlkur. Vandinn er mjög alvarlegur,“ sagði Jón.

„Stuðlar hafa verið nokkuð óstarfhæfir um langan tíma frá því að þar varð bruni þar sem meira að segja barn lést. Þetta er algjörlega óásættanlegt,“ sagði Jón sem rifjaði upp fund sinn með móður 14 ára drengs sem er óvinnufær vegna hans þar sem hún þarf meira og minna að sjá um hann sjálf.

„Þessi 14 ára drengur er tvisvar sinnum búinn að lenda í hjartastoppi, tvisvar sinnum búinn að deyja. Þetta er algerlega óásættanlegt ástand og þessu verður að linna. Við erum að vista börn með þroskaraskanir og börn sem eru í neyslu eða að reyna að koma sér úr neyslu með börnum sem eru að afplána dóma, refsidóma. Þetta er algerlega óásættanlegt,“ sagði Jón sem hvatti þingheim til að bregðast við.

„Nú hefur mennta- og barnamálaráðherra sent bréf á þingflokka og óskað eftir tilnefningu frá flokkunum í þingmannanefnd um aðgerðir í málefnum barna með fjölþættar þarfir og fjölþættan vanda og vil ég hvetja þingflokka til að skipa fulltrúa í þessa ágætu nefnd.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli

Íslensk kona kynntist draumaprinsinum á stefnumótaforriti – ChatGPT staðfesti að svik voru í tafli
Fréttir
Í gær

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn

Meintur níðingur á Múlaborg vel liðinn og sagður blíður við börn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega

Pris fagnar ársafmæli – Segja fjölskyldur spara tugi eða hundruði þúsunda árlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun

Starfsmaður fiskvinnslufyrirtækis lagði fram kæru eftir að hafa verið sagt að mæta í vinnuna í vinnslustöðvun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“

Stefán segir skemmdarfýsn hafa ráðið för í Tjarnargarðinum – „Það hefur þurft að hafa ansi mikið fyrir þessu“