fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Tvö hundruð þúsund króna húðflúrun fór út um þúfur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. júní 2025 21:00

Húðflúrari að störfum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur úrskurðað að ónefndur húðflúrari skuli endurgreiða viðskiptavini að fullu fyrir húðflúrun sem aldrei fór fram. Greiddi viðskiptavinurinn 200.000 krónur en ekkert varð af því að hann fengi húðflúrið og ekkert hefur gengið að fá upphæðina endurgreidda nema að hluta til.

Viðskiptavinurinn sneri sér til nefndarinnar í nóvember 2024. Nefndin hafði samband við húðflúrarann með þremur mismunandi ábyrgðarbréfum, þar sem honum var boðið að veita andsvör við kærunni. Þriðja bréfið var afhent af stefnuvotti en þrátt fyrir það bárust ekki nein andsvör frá húðflúraranum.

Um málsatvik segir í úrskurðinum að í júlí 2024 hafi viðskiptavinurinn sent húðflúraranum skilaboð á Instagram og bókað tíma í húðflúrun. Samið hafi verið um að viðskiptavinurinn myndi greiða 200.000 krónur fyrir húðflúrunina og að öll upphæðin yrði greidd fyrir fram. Millifærði viðskiptavinurinn upphæðina á reikning húðflúrarans tveimur dögum síðar.

Tíminn átti að vera í september en daginn áður sendi húðflúrarinn skilaboð til viðskiptavinarins og tilkynnti að hann gæti ekki tekið á móti honum á þessum tíma. Viðskiptavinurinn óskaði þá eftir endurgreiðslu en húðflúrarinn sagðist ekki ráða við að greiða alla upphæðina til baka í einu en lagði til að hann gerði það í nokkrum greiðslum.

Langt

Viðskiptavinurinn útskýrði tregðu sína til að bóka nýjan tíma á þann hátt að hann þyrfti að ferðast um langan veg til að komast í tímann til húðflúrarans og því hefði það haft töluverðan kostnað í för með sér fyrir hann að færa tímann.

Það kemur ekki fram í úrskurðinum hvar aðilar málsins eru staðsettir á landinu.

Í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er málavöxtum lýst nánar. Þar segir að til hafi staðið að húðflúra hönd viðskiptavinarins. Aðilar málsins hafi rætt um að húðflúrarinn myndi endurgreiða upphæðina í nokkrum greiðslum en síðan hafi hann hætt að svara skilaboðum viðskiptavinarins. Á meðan málið hafi verið til meðferðar hjá nefndinni hafi þó húðflúrarinn endurgreitt viðskiptavininum samtals 42.781 krónu en eftir standi þá 157.219 krónur.

Nefndin segir ljóst að húðflúrarinn hafi þegið greiðslu fyrir þjónustu sem aldrei hafi verið veitt og aðeins endurgreitt fyrir hana að hluta. Hún leggur því fyrir húðflúrarann að endurgreiða viðskiptavininum það sem eftir stendur af 200.000 króna greiðslunni fyrir húðflúrunina sem aldrei varð neitt af.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar