fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Fréttir

Landsréttur lækkaði risasekt Ómars

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 30. maí 2025 16:00

Samsett mynd DV. Myndefni af Facebook.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti á miðvikudag dóm Héraðsdóms Suðurlands yfir Ómari Jóhannssyni, eiganda hins gjaldþrota byggingafyrirtækis Omzio ehf. en hann var dæmdur í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi.

Omzi var byggingafyrirtæki sem hafði aðsetur í Hveragerði. Fyrirtækið var úrskurðað gjaldþrota árið 2019 og skiptalok urðu árið eftir. Lýstar kröfur í þrotabúið voru tæplega 223 milljónir króna að viðbættum vöxtum og kostnaði. Forgangskröfur voru tæplega 34 milljónir. Engar eignir fundust í búinu og lauk skiptum án þess að nokkuð fengist upp í kröfur.

Þremur árum eftir skiptalokin var Ómar ákærður fyrir meiriháttar brot gegn skattalögum í rekstri þess. Var Ómar sakaður um að hafa ekki staðið rétt að skilum á virðisaukaskattskýrslum vegna reksturs félagsins árið 2018 og var vangoldinn virðisaukaskattur rúmlega 16,3 milljónir króna. Ennfremur var Ómar sakaður um að hafa ekki staðið skil á staðgreiðslu opinberra gjalda fyrir árið 2018 og fyrir janúar 2019. Vangoldinn skattur var samtals rétt rúmlega 18 milljónir króna og skattsvikin námu því samtals rúmlega 34,4 milljónum króna.

Sem fyrr segir staðfesti Landsréttur skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Ómari en lækkaði sektargreiðslu hans til ríkissjóðs. Héraðsdómur hafði dæmt hann í 85 milljóna króna sekt en Landsréttur lækkar upphæðina niður í 75 milljónir.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“

Náði ótrúlegu myndbandi af ísjaka velta og hrynja í Jökulsárlón – „Þetta er hræðilega sorglegt“
Fréttir
Í gær

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum

Lögregla óskar eftir að ná tali af þessum mönnum
Fréttir
Í gær

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt

Rússar réðust grimmilega á Úkraínu í nótt
Fréttir
Í gær

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu

Carol handleggsbrotnaði á fyrsta degi Íslandsheimsóknar – Bjargvætturinn Þór bar hana af fjallinu
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast

Björgunarsveitir kallaðar út í gærkvöldi: Villtur í óbyggðum og rafhlaðan við það að tæmast
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“