fbpx
Laugardagur 16.ágúst 2025
Fókus

Ferðamaður svaf í bílnum við Bónus – Síðan sá hann lögregluljós: „Plís, ekki segja mér að þetta sé út af mér“

Fókus
Föstudaginn 30. maí 2025 08:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður, sem kallar sig Pissdrunkrat á TikTok, var á Íslandi fyrr í mánuðinum og sparaði pening með því að sofa í bílnum sem hann var með á leigu.

Hann bað Íslendinga um ráð varðandi hvar hann gæti lagt bílnum. Hann endaði á bílastæðinu hjá Bónus á Selfossi. Lindex er í sömu byggingu og á móti eru Vínbúðin, Freistingasjoppan og Almars bakarí.

„Þið sögðuð að ég ætti að finna stórt autt bílaplan, sjáið þetta,“ sagði hann og beindi myndavélinni að tveimur öðrum bílum á planinu.

„Ég þori að veðja að þessir tveir gaurar eru að gera það sama. Það er miðnætti núna og engin búð opin.“

Hann sagðist einnig mjög þakklátur öllum ábendingunum frá Íslendingum á TikTok.

Löggan og læti

Þetta gekk þó ekki eins og í sögu. Þegar hann var kominn í ró komu bílar á bílaplanið og byrjuðu að drifta með látum.

Síðan komu blá lögregluljós. „Plís, ekki segja mér að þetta sé út af mér,“ sagði hann.

En svo var ekki. „Löggan var að stoppa einhvern annan bara hérna rétt hjá […] Vá, ég var þegar byrjaður að búa til sögu um af hverju ég er hérna.“

Þegar hann vaknaði daginn eftir var honum kalt. Hann sagðist ekki hafa sofið vel og vera illt í bakinu.

Hann sagðist þó ekki gefast auðveldlega upp og ætla að sofa aftur í bílnum. „Því ég hef sparað mikinn pening með því að kaupa ekki gistingu.“

@pissdrunkrat Pt 2 of the 4th day car sleeping in iceland w the help from yall locals🖤 #solotravel #solobackpacking #iceland #europe #backpacking #punk #carsleepover ♬ original sound – pissdrunkrat

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 5 dögum

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“

Vikan á Instagram – „Sögustund síðar, nú njótum við og fögnum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær

Peter Andre bregst við „ógeðslegum“ skilaboðum sem 18 ára dóttir hans fær