Vestri heldur áfram að heilla fólk í Bestu deild karla en liðið spilaði við Stjörnuna nú í kvöld.
Vestri vann þennan leik 3-1 heima fyrir og situr í öðru sætinu aðeins stigi á eftir toppliði Víkings.
Daði Berg Jónsson skoraði tvennu fyrir Vestra í leiknum en liðið var marki undir eftir fyrri hálfleikinn.
Víkingur vann einnig sitt verkefni 2-1 gegn ÍA þar sem Stígur Diljan Þórðarson og Helgi Guðjónsson komust á blað í Víkinni.
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, fékk að líta rauða spjaldið í uppbótartíma fyrir mótmæli og tekur út bann í næsta leik.