fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Fréttir

Björn andmælir Úlfari – Áhyggjuefni að gæslan sé í molum eftir að Úlfar hefur stjórnað henni í fimm ár

Ritstjórn DV
Laugardaginn 24. maí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir að kostir við Schengen-aðild séu meiri en gallarnir. Í pistli á bloggsíðu sinni andmælir hann ýmsu í viðtali Spursmála Morgumblaðsins við Úlfar Lúðvíksson, fráfarandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, í gær.

Sjá einnig: Úlfar lætur allt flakka um uppsögnina og ástand kerfisins:„Eftir því sem apinn klifrar hærra upp í tréð, því betur sést í rassgatið á honum“

Úlfar segist hafa verið rekinn úr starfi en þannig túlkar hann ákvörðun Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra, að auglýsa stöðuna, í ljósi þess að breytingar eru að verða á embættinu. Úlfar segir landamæravörslu á innri landamærum Íslands vera í molum og varpar hann sökinni á ástandinu á Hauk Guðmundsson, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra. Vill hann að þeim verði báðum vikið úr starfi.

Björn segir í pistli sínum að ákvörðun dómsmálaráðherra, að auglýsa stöðuna, hafi verið málefnaleg.

„Dómsmálaráðherra sagði á alþingi 19. maí að veruleg breyting, veruleg stækkun embættis í þessu tilviki, kallaði á auglýsingu. Hún hefði gert viðkomandi embættismanni ljóst að heimild væri í lögum til að flytja hann í annað embætti, vildi hann ekki sækja um stöðuna aftur. Það gætu allir sótt um þessa stöðu sem á henni hefðu áhuga. Ríkisstjórnin væri í stuttu máli að styrkja lögregluna á Suðurnesjum og landamæraeftirlit verulega með fleiri stoðum, með fleiri störfum og með sterkari lögum. Þetta væri pólitísk hlið málsins sem ráðið hefði ákvörðun sinni.

Verður ekki dregið í efa að hér sé um fullgild efnisleg rök að ræða sem ráðist af pólitísku mati ráðherrans.“

Virðist segja Úlfari að líta í eigin barm

Björn forðast jafnan stóryrði í skrifum sínum en hann virðist telja að Úlfar eigi að lífa í eigin barm varðandi slæmt ástand landamæravörslu:

„Hér hefur árum saman verið tekið til varna fyrir Schengen-aðildina og bent á að gagnrýni á hana breyti engu um brotalamir í landamæragæslu hér, hún sé alfarið mál íslenskra yfirvalda. Er verulegt áhyggjuefni að Úlfar Lúðvíksson segi þessa gæslu í molum eftir að hann hefur stjórnað framkvæmd hennar á Keflavíkurflugvelli í fimm ár.“

Björn segir ennfremur:

„Að Úlfar Lúðvíksson skelli skuld á Hauk Guðmundsson, ráðuneytisstjóra dómsmálaráðuneytisins, og Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra og krefjist brottvikningar þeirra í nafni þjóðaröryggis stenst ekki þau skilyrði sem krafist er ákveði ráðherra að auglýsa stöðu í samræmi við lagaheimildir.“

Sjá pistilinn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurftu að neyða hvalveiðimenn til að afhenda veiðidagbækur

Þurftu að neyða hvalveiðimenn til að afhenda veiðidagbækur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Árásarmaðurinn á Skyggnisbraut í gæsluvarðhaldi – Árásarþoli með alvarlega áverka en ekki í lífshættu

Árásarmaðurinn á Skyggnisbraut í gæsluvarðhaldi – Árásarþoli með alvarlega áverka en ekki í lífshættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“

Læknar segja öryggi sjúklinga ógnað fái aðrir að ávísa lyfjum – „LÍ telur þessa fullyrðingu dapurlega og í versta falli hlægilega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið

Bassi Maraj ákærður fyrir líkamsárás á leigubílstjóra – Hafi vafið posasnúru um háls hans og kýlt í ennið