fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Móðir borgaði manni fyrir að myrða 12 ára dóttur hennar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 24. maí 2025 20:05

Lögreglumenn leiða móðurina burtu. Skjáskot Metro.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona í Chelyabinsk-héraðinu í Rússlandi hefur verið handtekin, grunuð um að ráða kunningja sinn til að myrða 12 ára dóttur hennar. Metro greinir frá.

Konan sagðist vera þreytt á hegðun dóttur sinnar og stanslausum rifrildum við hana. Bað hún manninn um að drekkja dótturinni í ánni í nágrenni heimilis þeirra. Dóttirin heyrði móðurina ræða þetta í síma og varð afar skelkuð.

Maðurinn átti að fá andvirði rúmlega 1,2 milljóna íslenskra króna fyrir voðaverkið. Hann róaði hins vegar stúlkuna er þau gengu frá heimilli hennar og sagðist ekki myndi vinna henni mein og hann myndi gæta hennar. Hann faldi stúlkuna heima hjá sér og hafði samband við lögregluna.

Konan var handtekin en dótturinni hefur verið komið fyrir í tímabundið fóstur ásamt tveimur systkinum hennar, sem eru 17 og sex ára.

Konan á yfir höfði sér 15 ára fangelsi fyrir að hvetja til morðs á barni.

Sjá nánar um málið á Metro.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego

Tveir þekktir úr tónlistarbransanum á meðal þeirra sem létust í flugslysinu í San Diego
Pressan
Fyrir 2 dögum

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn

Nýnasistar ætluðu að fremja hryðjuverk – Lögreglan fann rúmlega 200 vopn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám

Lagafrumvarp hræðir marga – Vill banna klám
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu

Reiddist mjög þegar hún sá eiginmanninn horfa á klám – Skar undan honum og eldaði liminn í baunakássu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu

Eiturlyfjakafbátar flytja dóp til Evrópu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum

Bandaríkin gætu misst milljarða dollara tekjur af ferðamönnum