Giorgi Mamardashvili markvörður Liverpool hefur ekki neinn áhuga á því að fara frá félaginu í sumar og ætlar að berjast við Alisson.
Mamardashvili er frá Georgíu og festi Liverpool kaup á honum síðasta sumar en hann var á láni hjá Valencia í vetur.
Mamardashvili ætlar að mæta á Anfield í sumar og berjast fyrir sínum.
„Ég er ekki að íhuga að fara aftur á láni, ég verð hjá Liverpool á næstu leiktíð,“ sagði Mamardashvili.
„Ég fer til Liverpool og legg allt í sölurnar, eins og ég gerði hjá Valencia. Ég legg mikið á mig á hverjum degi, að æfa með Alisson mun hjálpa mér.“