fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
Fókus

Þórarinn segir aðvörunarorð Þorsteins um hann ekki hafa virkað – „Takk Þorsteinn“

Fókus
Mánudaginn 19. maí 2025 14:29

Þórarinn og Þorsteinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðsend grein frá Alkastinu:

Nýjasti gestur Alkasts Þvottahússins er Þórarinn Hjartarson – stjórnsýslufræðingur, pistlahöfundur, boxþjálfari og þáttastjórnandi hlaðvarpsins Ein pæling.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur Þórarinn um árabil verið áberandi rödd frjálshyggju í íslenskri samfélagsumræðu. Hann hefur tjáð sig opinberlega um málefni á borð við femínisma, útlendingamál, transfólk og – síðustu vikur – átt í rökræðum við einstaklinga sem skilgreina sig sem woke.

Gunnar spurði Þórarinn hvað lægi að baki þessari þörf hans fyrir að andmæla stefnum sem margir upplifa sem heilbrigða réttindabaráttu minnihlutahópa. Þórarinn sagði að það sem dragi hann áfram sé gagnrýnin hugsun og rétturinn til tjáningar og skoðanafrelsis. Hann telur woke-hugmyndafræðina stuðla að skoðana- og tjáningarkúgun þar sem aðeins ákveðnar skoðanir séu samþykktar. Hver sá sem ekki fellur að fyrirfram gefnum forsendum sé stimplaður sem hatursfullur.

Þórarinn vs. Þorsteinn

Þórarinn hefur í gegnum tíðina átt opinber samtöl við kynjafræðinginn Þorstein í hlaðvarpinu Karlmennskan. Þeir hafa rætt mál af virðingu þrátt fyrir gjörólíkar skoðanir og viðhorf. Gunnar lýsti því hve aðdáunarvert honum hafi fundist hvað Þórarinn hafi tekist að vera léttur og vinalegur í þessum umræðum. Þar hafi ríkt gagnkvæm virðing. Þórarinn tók undir þetta og greindi frá því að Þorsteinn hafi ætlað að koma aftur í viðtal, en hætt við skyndilega. Skömmu síðar birti Þorsteinn færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann fordæmdi fyrirtækin sem styrkja Ein pæling. Þórarinn telur þetta hafa verið tilraun til að grafa undan hlaðvarpinu, en færslan hafi ekki haft tilætluð áhrif – öll fyrirtækin héldu áfram stuðningi sínum. Þvert á móti jókst hlustun og athygli.

Skjáskot/Instagram

Í kaldhæðnislegu viðbragði ákvað Þórarinn að panta átta eintök af bók Þorsteins, Þriðja vaktin, með það að markmiði að árita þau og selja með hagnaði – til að fjármagna kaup á fleiri eintökum, honum til stuðnings.

Gunnar sorgmæddur

Talið barst að woke-hugmyndafræðinni, sem Þórarinn segir hafa tröllriðið samfélaginu. Gunnari fannst umræðan áhugaverð en sagðist hafa fyllst sorg eftir að horfa á þátt Pallborðsins á Vísi, þar sem Þórarinn mætti borgarfulltrúanum Alexöndru Briem. Sorgin hafi verið það sterk að hann hafi ekki opnað fréttamiðil síðan þátturinn fór í loftið. Í kjölfarið spurði hann Þórarinn hvort hann sæi ekki hversu innihaldslaus þessi barátta andstæðra hugmyndafræði væri í raun – og hve lítil fjarlægð væri milli sóknar og varnar.

Þórarinn svaraði því til að þó skoðanaskipti í greinaskrifum, samfélagsmiðlum og hlaðvörpum væru eitt, væri það gjörólíkt þegar fólk mætist með tilfinningahlaðinn ásetning.

Hvern vill Þórarinn boxa við á Alþingi?

Hvað sagði Nóri Breiðholt um transfólk í íþróttum sem gæti framkallað slaufun?

Hver er afstaða Þórarins gagnvart guði og andlegu lífi?

Allt þetta og meira til er að finna í viðtalinu hér fyrir neðan. Einnig má hlusta á alla þætti Þvottahússins á helstu streymisveitum, eins og Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín

Íslensk friðarljóð sungin í fyrrum hergagnaverksmiðju í Austur-Berlín
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara

Sirrý fór á húsbíl um Vestur-Evrópu og skrifaði handbók fyrir húsbílafara