fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
Pressan

Gamla sólarvörnin þín getur aukið hættuna á húðkrabbameini

Pressan
Sunnudaginn 25. maí 2025 09:00

Sólarvörn er nauðsynleg til að verja okkur fyrir hættulegum geislum sólarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sumarsólin heillar og það er freistandi að skella sér út og njóta hennar. En áður en farið er út, er rétt að skella sólarvörn á sig. En veistu hversu gömul sólarvörnin þín er?

Margir nota sólarvörn frá síðasta ári, því hún á jú ekki að fara til spillis. En það geta verið alvarleg mistök að nota hana nú.

Ástæðan er að með tímanum getur útfjólubláa geisla-sían, í sólarvörninni, veikst. Þetta á sérstaklega við ef hún hefur verið geymd í heitum baðherbergisskáp eða ef sólin hefur náð að skína á hana.

Þegar sólarvörnin verður of gömul, þá glatar hún getunni til að loka fyrir aðgang hinna hættulegu útfjólubláu geisla sólarinnar að líkamanum.

Svona er hægt að sjá hvort sólarvörnin er of gömul:

Lyktin er oft öðruvísi, nokkuð sterk.

Litur hennar hefur breyst eða þá er hún hlaupin í kekki.

Hún er komin fram yfir síðasta notkunardag.

Geymslan á henni skiptir einnig miklu máli. Sólarvörnin má aldrei standa í beinu sólarljósi eða í hlýju umhverfi eins og bílnum.

Best er að geyma hana á köldum og þurrum stað. Þannig helst verndarmáttur hennar lengur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump hellti sér yfir forseta Suður-Afríku en sagði hann satt? – Meint sönnunargögn standast ekki skoðun

Trump hellti sér yfir forseta Suður-Afríku en sagði hann satt? – Meint sönnunargögn standast ekki skoðun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna

Börnin eftirlitslaus meðan mæðurnar drukku á nálægum bar – Búkmyndavél lögreglu sýnir lygi mæðranna
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu

Tekinn af lífi 13 árum eftir skelfilegt morð á 76 ára konu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Joe Biden fór síðast í skimun árið 2014

Joe Biden fór síðast í skimun árið 2014