Kay, sem á að baki starfsferil við tíu háskóla um allan heim, í ástralska hernum og við að aðstoða íþróttafólk í fremstu röð, er ósáttur við það sem hann kallar „matarlygina“ sem almenningur hafi verið fóðraður með kynslóðum saman.
Mesti skúrkurinn að hans mati eru trefjar. Hann segir að mesti næringarfræðilegi misskilningurinn, sem er við lýði, sé sá að við eigum að borða plöntur. Daily Mail skýrir frá þessu og segir að Kay segi grænmeti og ávexti vera hreint eitur og að það eina sem fólk eigi að borða sé kjöt.
„Plöntur koma ekki að neinu gagni fyrir okkur sem mataruppspretta eða næring. Í raun eru þær algjör andstæða þess, þær eru andnæringarefni, þær eru eitur, þetta er pirrandi,“ sagði hann.
Hann ráðleggur fólki að fylgja mataræði sem samanstendur aðeins af kjöti, fisk, eggjum og ákveðnum mjólkurvörum. Ekkert brauð, engar baunir og alls ekkert grænmeti eða ávextir. Öfgaútgáfan af þessu mataræði er „Ljónsmataræði“ – bara rautt kjöt, salt og vatn.