fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Pressan

Guðfaðir gervigreindar segir að svona miklar líkur séu á að gervigreind nái völdum á jörðinni

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 11:30

Gervigreind stýrir söguþræðinum í Terminator þar sem Arnold Schwarzenegger leikur aðalhlutverkið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Geoffrey Hinton, prófessor, er þekktur sem „guðfaðir gervigreindar“. Hann hefur áhyggjur af þróun mála þegar kemur að gervigreind og óttast að hún muni að lokum taka völdin hér á jörðinni og jafnvel ýta mannkyninu alveg til hliðar.

Hinton er maðurinn á bak við sumar af þeim mikilvægu hugmyndum sem gerðu gervigreind mögulega.

Hann telur að það séu 10 til 20 prósent líkur á að gervigreind taki fram úr mannkyninu hvað varðar greind og að hún muni ekki láta þar við sitja því hún muni ryðja okkur úr vegi.

Í samtali við CBS líkti hann þróun gervigreindar við að ala tígrisunga upp: „Hann er sætur núna en þegar hann stækkar, þá veistu ekki hvort hann mun drepa þig.“

Með öðrum orðum þá segir hann að þrátt fyrir að gervigreind virðist meinlaus í dag, þá getum við misst stjórn á henni ef við förum ekki mjög varlega.

Hann sagði einnig að margir skilji ekki alvöru málsins, að fólk átti sig ekki á hvað getur gerst í framtíðinni.

Hann sagðist hafa talið að það myndu líða margir áratugir þar til við kæmum á þann stað sem við erum á nú varðandi þróun gervigreindar en þróunin hafi verið miklu hraðari en hann hafi séð fyrir.

Hann sagði að flestir gervigreindarsérfræðingar reikni með að innan 20 ára verði búið að þróa gervigreind sem er greindari en fólk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli
Pressan
Í gær

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli