fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Pressan

Gervisætuefni hafa áður óþekkt áhrif á heilann

Pressan
Laugardaginn 17. maí 2025 14:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervisætuefni og líkaminn vinna ekki saman. Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar en hún sýnir áður óþekkt áhrif gervisætuefna á heilann.

Berlingske skýrir frá þessu og segir að 75 manns hafi tekið þátt í rannsókninni. Hafi fólkið farið í sneiðmyndatöku, blóðprufur og útfyllt spurningalista eftir að hafa drukkið drykk sem innihélt gervisætuefnið súkralósa, einnig nefnt E955.

Rannsóknin leiddi í ljós að heilinn bregst við gervisætuefnum á sama hátt og við sykri. En líkaminn losar sig hins vegar ekki við mettunarhormóna sem láta svengdartilfinningu venjulega hverfa.

Í stuttu máli sagt, þá fellur heilinn fyrir hugmyndinni á bak við gervisætuefni en líkaminn ekki.

Per Bendix Jeppesen, sem vinnur við rannsóknir á gervisætuefnum hjá Árósaháskóla, sagði í samtali við TV2 að þetta sé fyrsta rannsóknin á fólki sem snýst um gervisætuefni og áhrif þeirra á mettunarhormóna. Hann sagði niðurstöðuna mjög áhugaverða og hafi einnig komið á óvart.

Rannsóknin hefur verið birt í hinu virta vísindariti Nature Metabolism.

Hluti þátttakendanna var í kjörþyngd, aðrir voru of þungir og enn aðrir allt of þungir. Allir þátttakendurnir voru teknir í prufu þrisvar sinnum. Í hvert sinn fengu þeir drykk. Einu sinni með sykri, einu sinni með súkralósa gervisætuefni og einu sinni vatn.

Niðurstöður sneiðmyndatöku sýndu að þegar þátttakendurnir drukku drykkina með sykri og gervisætuefninu, brást heilinn við á sama hátt.

En mikill munur kom í ljós þegar þátttakendurnir drukku drykkinn með súkralósa því engin áhrif komu fram í blóðprufunum.

Jeppesen sagði að það sé mjög athyglisvert að þegar þátttakendurnir fengu hreinan sykur, þá hafi líkaminn sent mettunarhormónana leptín og GLP-1 upp í heilann til að segja honum að hann hefði fengið eitthvað mettandi. Þegar þátttakendurnir drukku súkralósa hafi ekkert komið fram í blóðprufunum en heilinn hafi hins vegar trúað því að hann hafi fengið sykur.

Hann sagði að súkralósa gervisætuefnið hafi haft mest áhrif á heilastarfsemi þeirra sem voru í ofþyngd.

Jeppesen sagðist ekki í neinum vafa um að sömu áhrif muni koma í ljós ef önnur gervisætuefni verða prófuð á sama hátt. Þar á meðal asptartam, E951, sem er ódýrara en súkralósi og er því mikið notað.

Hann sagði að flest gervisætuefni muni hafa sömu áhrif á líkamann, að láta heilann vinna enn harðari höndum að því að ná mettun.

Svör þátttakendanna eftir að þeir drukku súkralósa sýndu einnig skýr áhrif efnisins á þá, því þeir fundu fyrir meiri svengd eftir að hafa drukkið efnið. Svengdartilfinningin var minni eftir að þeir drukku sykur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli

Fékk þungan dóm eftir ólýsanlegan harmleik í barnaafmæli
Pressan
Í gær

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi

Stjórn Trump íhugar að afnema grundvallarréttindi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs

Reyndu að ræna dóttur og barnabarni rafmyntakóngs
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli

Unglingur spurði þingmann hvers vegna Trump væri svona appelsínugulur – svarið hefur vakið athygli