„Carla. Ég skrifa fyrir hönd Donald J. Trump, forseta, til að tilkynna þér að staða þín sem bókasafnsfræðings á bókasafni þingsins, verður lögð niður nú þegar. Takk fyrir þjónustuna.“ Þetta segir í tölvupósti sem Carla fékk og AP News hefur séð.
Hópur íhaldsmanna hafði bent á Carla sem manneskju sem ynni gegn því sem Trump vill gera og sakaði hana um hampa bókum sem innihalda róttækt efni að mati íhaldsmanna. Hún var sökuð um að „transgera“ börn og á X sagði hópurinn hana vera „woke“ og „and-Trump sinnaða“ að sögn AP.