fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Pressan

Vísindamenn ætla að „deyfa sólarljósið“ í nýrri tilraun vegna loftslagsbreytinganna

Pressan
Sunnudaginn 18. maí 2025 09:00

Sólin okkar er okkur mjög mikilvæg. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingarnar og tilheyrandi hnattræn hlýnun hafa verið hitamál áratugum saman og sitt sýnist hverjum um hvernig á að bregðast við. Nú ætla breskir vísindamenn að gera óvenjulega tilraun með því að reyna að „deyfa sólarljósið“. Hefur breska ríkisstjórnin veitt þeim heimild til að gera tilraunina.

Það eru vísindamenn hjá Advanced Research and Invention Agency (Aria) sem hafa fengið fjárveitingu upp á sem nemur um 8,5 milljörðum króna.

Áætlun þeirra hljómar nánast eins og að hún sé tekin beint úr vísindaskáldsögu. Til stendur að flugvélar, sem munu fljúga mjög hátt, muni sprauta súlfatögnum í heiðhvolfinu. Agnirnar eiga síðan að endurkasta hluta af sólarljósinu út í geiminn.

Með þessu er ætlunin að draga úr því magni sólarorku sem nær niður á yfirborð jarðarinnar. Með þessu ætti að vera hægt að kæla jörðina niður.

Reiknað er með að tilraunir, mjög smáar í sniðum, hefjist innan húss á næstu vikum. Að þeim loknum verður hafist handa í heiðhvolfinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn

Ert þú ofur-sofari? Sjaldgæf stökkbreyting gerir að verkum að sumir þurfa bara 4 klukkustunda svefn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans

Spáir deilum á milli Trump og nýja páfans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld

Maðurinn sem sagðist bera ábyrgð í morðmáli OJ Simpson verður tekinn af lífi í kvöld
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn

Lét ChatGPT lesa í kaffibolla og skildi í kjölfarið við eiginmann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir

Hér geta reykingar, kynlíf og áfengi kostað ferðamenn stórfé í sektir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir

Segir bandarísku forsetahjónin hafa slitið samvistir