Arsenal hefur hafið viðræður við William Saliba um nýjan samning. David Ornstein á The Athletic greinir frá þessu.
Þessi 24 ára gamli miðvörður er algjör lykilmaður hjá Arsenal og hefur frammistaða hans vakið áhuga stórveldisins Real Madrid.
Saliba á tvö ár eftir af samningi sínum við Arsenal, en talið er að Real Madrid sé þegar farið að horfa til þess að fá hann ódýrt í næstu félagaskiptagluggum eða frítt þegar samningur hans rennur út.
Andrea Berta, nýr yfirmaður knattspyrnumála hjá Arsenal, hefur sett það í forgang að endursemja við Saliba og eru viðræður nú formlega hafnar.
Saliba er sáttur hjá Arsenal en vill veglegan samning sem er í takt við mikilvægi hans í liðinu.