fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ritstjórn DV
Föstudaginn 9. maí 2025 19:00

Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fólk í mennta-og menningarstofnunum á Íslandi er mjög ósátt við að þjóðminjavörður hafi ákveðið að segja upp þremur fornleifafræðingum hjá Þjóðminjasafni Íslands. Samkvæmt heimildum DV skilur fólk ekki þessa ákvörðun, á erfitt með að sjá rökin fyrir þessu og telur þetta alveg galið.

Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segir meðal annars um þetta á Facebook:

„Það voru að berast þær fréttir að þjóðminjavörður, Harpa Þórsdóttir, væri búin að reka þrjá fornleifafræðinga vegna skipulags-og áherslubreytingar í þessu höfuðsafni landsins.“ Hann bætir svo við: „Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema málamynda yfirklór? Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð háskólastofnun sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu? Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“

Prófessorinn hvetur fólk til að láta í sér heyra vegna þessa máls og segir: „Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Trump opnar á „beinbrjótandi“ refsiaðgerðir gegn Rússlandi
Fréttir
Í gær

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“

Segir magnað að hlusta á málflutning Þorvalds um lekamálið – „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“

Vopnafjarðarmálið: Jón Þór reyndi að koma sökinni á Hafdísi – „Hann hefur verið mjög duglegur sjálfur að rústa sínu mannorði“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu