fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Pressan

Tvöfalt meiri innkoma vegna tolla

Pressan
Fimmtudaginn 8. maí 2025 07:30

Donald Trump, Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tekjur bandaríska ríkisins af tollum voru næstum því tvöfalt hærri í apríl en í mars. Ástæðan er auðvitað tollastríðið sem Donald Trump ákvað að hefja við umheiminn. Rétt er að hafa í huga að það eru bandarískir neytendur sem borga þessa tolla að mestu leyti.

Í apríl fékk ríkið 17,4 milljarða dollara í tolla en í mars var upphæðin 9,6 milljarðar dollara.

Yahoo Finance skýrir frá þessu og segir að Trump hafi einmitt bent á þetta í færslu á samfélagsmiðlum á föstudaginn og sagt að „milljarðar dollara streymi inn vegna tolla“.

Frá áramótum hefur ríkissjóður fengið 70 milljarða dollara í tekjur af tollum. En spurningin er hvert framhaldið verður á þessum tekjum því nú eru farin að sjást merki um að innflutningur sé farinn að dragast mikið saman og segja hafnaryfirvöld í Los Angeles til dæmis að reiknað sé með þriðjungi minni innflutningi í maí en áður var reiknað var með.

Trump er bjartsýnn varðandi tollana og hefur rætt um að afnema tekjuskatt og mæta tapinu af því með tollum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan

Musk bölsótast út í fjölmiðla sem hann segir vilja sig feigan
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?

Óhugnanlegt myndband af vélmenni vekur athygli – Hvað ætlaði það sér?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna