fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Pressan

Myrti eiginkonuna og henti fótum hennar í ruslið – Eyddi formúu í 2 áratugi í hennar nafni áður en komst upp um hann

Pressan
Þriðjudaginn 6. maí 2025 22:00

Laurie og Jack og ruslagámurinn þar sem fætur hennar fundust.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Laurie Diane Potter, 54 ára, frá Temecula, Kaliforníu, hvarf sporlaust árið 2003, byrjaði eiginmaður hennar, Jack Potter, að opna kreditkort í hennar nafni og eyða með ríkulegum hætti. Potter varð hrifinn af konu sem hann hitti á nektardansstað og gaf henni eyðslusamar gjafir, þar á meðal Hummer og kreditkort með 30 þúsund dala heimild. 

Laurie Potter var aldrei tilkynnt týnd, að sögn lögreglustjórans í San Diego.

Föstudaginn 2. maí var Jack Potter, 72 ára, dæmdur í 15 ára fangelsi í fangelsi fyrir að myrða eiginkonu sína, Laurie Diane Potter, fyrir 22 árum.

„Þetta var hrottalegt, útreiknað morð sem splundraði lífi ástvina Laurie, sem síðan þurftu að þola næstum 20 ár af ósvöruðum spurningum og ólýsanlegri sorg,“ sagði Summer Stephan, héraðssaksóknari í San Diego sýslu, í yfirlýsingu.

Hinn hræðilegi glæpur vakti athygli lögreglu 5. október 2003, þegar viðhaldsstarfsmaður í Country Hills íbúðasamstæðunni í Rancho San Diego fann par af afskornum mannsfótum í ruslatunnu. Læknaskrifstofan og manndrápsdeild sýslumanns í San Diego notuðu allar hefðbundnar leiðir til að bera kennsl á konuna en án árangurs,“ sagði skrifstofa sýslumanns í tilkynningu árið 2021.

Málið kólnaði til ársins 2020, þegar rannsóknarerfðafræði var notuð í fyrsta skipti til að reyna að bera kennsl á fórnarlambið. Með því að nota DNA úr fótleggjunum, var hægt að tengja þá við fullorðinn son konunnar. Í gegnum DNA voru borin kennsl á fórnarlambið sem Laurie Diane Potter og ítarleg rannsókn hófst á lífi hennar.

Rannsakendur komust að því að árið 2003 var Laurie íbúi í Temecula, gift Jack Dennis Potter og hafði aldrei verið tilkynnt um að hennar væri saknað. „Rannsóknin leiddi í ljós verulegar og sannfærandi vísbendingar um að Jack hafi myrt Laurie,“ segir í yfirlýsingunni.

Potter var handtekinn árið 2021 í tengslum við dauða eiginkonu sinnar. Í febrúar 2025, mánuði áður en réttarhöldin yfir honum áttu að hefjast, játaði hann sekt um morð af annarri gráðu og játaði að hafa kæft eiginkonu sína til bana.

Upplýsingar um eyðslusamt líferni Potter eftir að fætur eiginkonu hans fundust komu í ljós við réttarhöld í ágúst 2024.

Dómnefndarmenn heyrðu hvernig Potter „varð heltekinn árið 2003 af konu sem hann hitti á nektardansstað – sem hét sama fornafni og eiginkona hans,“ sagði Stephan. Innan nokkurra vikna eftir að fætur Laurie fundust, opnaði Potter marga lánareikninga og eyddi stórfé meðal annars í nýjan pallbíl, Hummer jeppa og bát. Hann gaf nýju kærustunni sinni Hummerinn og bátinn, leigði handa henni íbúð í Corona Hills og útvegaði henni kreditkort með 30 þúsund dala heimild.

Í gegnum árin hélt Potter áfram að opna kreditkort í nafni Laurie og leggja fölsuð skjöl fyrir fjölskyldudómstól þar sem hann hélt því fram að hann hefði haft samband við eiginkonu sína vegna málsins – mörgum árum eftir að hún var myrt. Potter Hann mætti fyrir dómstólinn til að selja fjölskylduheimilið í Temecula og eyða peningunum.

„Þetta mál er áþreifanleg áminning um að leit að réttlæti hættir aldrei,“ sagði Stephan. „Og ekki heldur sorg þeirra sem missa einhvern vegna ofbeldis. Í dag heiðrum við minningu Laurie og stöndum með fjölskyldu hennar á langþráðri réttlætisstund þeirra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Í gær

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“

Uppnám fyrir utan heimili Eddie Hall – „Ég ríf af þér hausinn“
Pressan
Í gær

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði

Trump er enn að hella sér yfir blaðamenn – jafnvel þá sem eru með honum í liði
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu

Lifðu af 36 klukkustundir umkringd krókódílum – Stóðu ofan á flugvélarflakinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna

Skutu rússneska orustuþotu niður með sjávardróna