fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 6. maí 2025 13:30

Frá Gufuneskirkjugarði. Mynd: Kirkjugarðar Reykjavíkur. Myndin tengist fréttinni ekki með beinum hætti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir þremur mönnum vegna rannsóknar á andláti Hjörleifs Hauks Guðmundssonar, 65 ára manns frá Þorlákshöfn, sem fannst þungt haldinn í Gufunesi þann 11. mars og lést sama dag, rennur út á morgun.

Sveinn Kristján Rúnarsson, hjá Lögreglunni á Suðurlandi, segist í samtali við DV fastlega gera ráð fyrir því að óskað verði eftir framlengingu á gæsluvarðhaldi mannanna þriggja.

„Henni  miðar bara vel, hún er mjög langt komin,“ segir hann við þeirri spurningu hvernig rannsókn málsins miði. Segist hann vonast til þess að málið fari fljótlega frá lögreglu til Héraðssaksóknara, sem tekur ákvörðun um ákæru. Aðspurður segir hann ólíklegt að rannsókn málsins dragist fram eftir sumri.

DV spurði Svein hvort búast megi við að fleiri en sakborningarnir þrír verði ákærð í málinu. „Við erum bara ekki búin að kára þau mál öllsömul, að taka ákvörðun um hvort við breytum einhverju þar í málinu,“ svaraði hann og á þar við að ekki liggi fyrir hverjir fái stöðu sakbornings í málinu hjá lögreglu.

Aðspurður hvort hann telji öruggt að sakborningarnir þrír verði ákærðir segir Sveinn: „Það er ómögulegt að segja um það fyrr en ákæra liggur fyrir. Það væri þá héraðssaksóknara að svara því þegar þar að kemur.“

Samandregið gengur rannsóknin mjög vel, búast má við að henni ljúki innan nokkurra vikna og búast má við því að gæsluvarðhald yfir þremenningunum verði framlengt.

Sjá einnig: Lífsýni úr hinum látna fundust í iðnaðarhúsnæði fyrir utan Reykjavík

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu

Smíða brú á milli Rússlands og Norður-Kóreu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Gunnlaugur Claessen er látinn

Gunnlaugur Claessen er látinn
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“
Fréttir
Í gær

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 

Þórður sendir stórútgerðinni eitraða pillu fyrir grátherferðina – „Flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi“ 
Fréttir
Í gær

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“

Jón lýsir martröð dóttur sinnar: „Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni“
Fréttir
Í gær

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“

Ágústa mætir í dómsal til að styðja þolanda Vopnafjarðarhrottans – „Hvers vegna lítur dómskerfið á þessi ofbeldisverk svo ofboðslega vægum augum?“
Fréttir
Í gær

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina

Ingibjörgu Sólrúnu ofboðið: „Rán um hábjartan dag!“ – Sjáðu kvittunina