Knattspyrnugoðsögnin Arsene Wenger er ekki á því að sigur í Evrópudeildinni eigi að gefa sæti í Meistaradeildinni tímabilið eftir.
Nú er komin upp sú staða að Manchester United og Tottenham eru í góðri stöðu upp á að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar, þó svo að bæði lið séu rétt fyrir ofan fallsvæðið í deild sinni heima fyrir.
Geta þau bjargað tímabilum sínum að einhverju leyti með sigri í Evrópudeildinni og að koma sér inn í Meistaradeildina þannig.
„Þau ættu að komast beint í Evrópudeildina en ekki endilega Meistaradeildina, sérstaklega þar sem þau eru í ensku úrvalsdeildinni, þaðan sem fimm lið komast í Meistaradeildina nú þegar,“ segir Wenger.
„Þetta er eitthvað sem UEFA þarf að skoða en á hinn bóginn mun fólk segja að þetta sé það sem þurfi til að Evrópudeildin sé áhugaverð.“