Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra gerir ráð fyrir því að Íslandsbanki verði seldur á næstu vikum. RÚV greinir frá.
Ríkisstjórnin ætlar að ljúka sölu bankans sem fyrst. Samkvæmt viðtali RÚV við Daða er áhugi fyrir því að fá erlenda fjárfesta að bankanum. Hins vegar verður skipulag sölunnar með þeim hætti að íslenskur almenningur mun njóta forgangs, því næst innlendir fjárfestar og loks erlendir fjárfestar.
Daði segir stutt í að línur skýrist í málinu:
„Mjög fljótlega. Það er áhugi að ljúka þessu mál eins fljótt og hægt er. Það er núna svona gluggi, getum við sagt, á markaðnum, við viljum gjarnan nýta hann.“
Segir hann að bankinn verði örugglega seldur á árinu og stefnan sé sett á næstu viku.