fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
Fókus

Segir þennan daglega vana bestu leiðina til að brenna fitu án þess að fara í ræktina

Fókus
Miðvikudaginn 30. apríl 2025 08:56

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki aðeins ein leið til að brenna fitu, hreyfa líkamann og líða vel. Fyrir sumum er ræktin ógnvekjandi fyrirbæri, fyrir öðrum er hún bara ekkert skemmtileg, en það er svo margt annað hægt að gera til að hreyfa sig og auka vellíðan.

Heilsu- og lífsstílssíðan Eat This, Not That fjallaði á dögunum um kosti þess að fara í göngutúr og sagði það vera besta daglega vanann sem fólk getur tileinkað sér, mjög einföld og vanmetin leið til að brenna fitu og auk þess mjög auðveld og ódýr.

Rannsóknir sýna að fara í göngutúr getur haft mjög jákvæð áhrif á heilsuna. Til dæmis getur 30 mínútna göngutúr daglega komið í veg fyrir ótímabær elliglöp, bætt andlegt heilbrigði og dregið úr líkunum á að fá Alzheimerssjúkdóminn. Göngutúrar geta einnig dregið úr þrýstingi á augun sem getur haldið aftur gláku. Daglegir göngutúrar geta einnig á áhrifaríkan hátt komið í veg fyrir hjartavandamál og hjartaáföll.

Sjá einnig: Þetta gerist í líkamanum ef þú ferð í 30 mínútna göngutúr daglega

Virkar líka vel til að brenna fitu

Lyftingarþjálfarinn Caine Wilkes ræddi við ETNT og sagði göngutúra vera frábæra leið til að brenna fitu. „Þetta er létt hreyfing, það er auðvelt að jafna sig eftir göngutúr og hægt að gera þetta hvar sem er,“ sagði hann.

En ólíkt því sem margir halda þá er engin töfratala en mikið hefur verið talað um að best sé að ganga tíu þúsund skref á dag. Árið 2023 fór bandaríski áhrifavaldurinn Patrick Campbell á stúfana og skoðaði sextán mismunandi rannsóknir um skrefafjölda og komst að þeirri niðurstöðu að fimm til sjö þúsund skref á dag séu nóg.

Sjá einnig: Segir vinsælt heilsuátak vera blekkingu

Aðrir segja að best sé að stefna að sjö til tíu þúsund skrefum á dag, eða þrjá 10-15 mínútna göngutúra eftir hverja máltíð.

Það er líka hægt að ganga rösklega, ganga í halla, ganga upp stiga eða fyrir þá allra hörðustu að bæta við mjög léttum lóðum við göngutúrinn. Svo er líka alltaf gott að fara í svo kallaðan „hugleiðslu göngutúr“ þar sem þú ert bara að njóta, tengjast umhverfinu og ert í núinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“