Enski veðbankinn Sky Bet segir að Gareth Southgate þjálfari enska landsliðsins sé líklegastur til þess að taka við Manchester United í sumar.
Enskir miðlar telja miklar líkur á því að Erik ten Hag verði rekinn eftir síðasta leik tímabilsins sem verður úrslitaleikur enska bikarsins í lok maí.
Graham Potter er næst líklegastur til að taka við en hann hefur verið atvinnulaus í meira en ár eftir að Chelsea rak hann.
Thomas Tuchel sem hættir með Bayern í sumar er þriðji líklegastsi á listanum hjá Sky Bet og Roberto de Zerbi er í fjórða sætinu.
Þessir gætu tekið við af Ten Hag í sumar.
Líklegastir til að taka við United:
Gareth Southgate
Graham Potter
Thomas Tuchel
Roberto De Zerbi
Julian Nagelsmann
Zinedine Zidane
Thiago Motta
Unai Emery
Julen Lopetegui
Kieran McKenna