Brentford 2 – 2 Tottenham
0-1 Cristian Romero(’11)
1-1 Bryan Mbeumo(’27, víti)
2-1 Yoane Wissa(’36)
2-2 Emerson Royal(’45)
Tottenham heimsótti Brentford í dag í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Um var að ræða fjörugan leik en bæði lið áttu svo sannarlega færi og komu boltanum tvisvar í netið.
Cristian Romero kom Tottenham yfir snemma leiks en heimaliðið skoraði tvö í kjölfarið og komst í 2-1.
Emerson Royal jafnaði fyrir Tottenham undir lok fyrri hálfleiks en öll mörk leiksins voru skoruð á fyrstu 45.
James Maddison lék sinn fyrsta leik fyrir Tottenham og lagði upp bæði mörk liðsins.