Það er bull að Borussia Dortmund hafi á einhverjum tímapunkti verið nálægt því að semja við Edson Alvarez.
Alvarez er leikmaður Ajax í Hollandi en hann var sterklega orðaður við Dortmund í sumar en hefur samið við West Ham.
Alvarez var staðfestur sem leikmaður West Ham fyrr í dag og var aldrei á leiðinni til þýska félagsins.
Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, segir að mikið hafi verið bullað í fjölmiðlum um viðræðurnar.
,,Varðandi Alvarez þá vorum við ekki nálægt því að vera á þeim stað sem greint var frá í fjölmiðlum,“ sagði Watzke við Bild.
,,Við ræddum aldrei við Ajax um leikmanninn. Ef við hefðum verið nálægt samkomulagi þá hefði Ajax haft samband.“