Það ættu flestir knattspyrnuaðdáendur að muna eftir framherjanum Roberto Soldado sem lék um tíma með Tottenham.
Soldado spilaði með Tottenham frá 2013 til 2015 en var fyrir það markavél fyrir Valencia á Spáni.
Hann er einnig fyrrum spænskur landsliðsmaður og spilaði 12 landsleiki fyrir þjóð sína ásamt því að skora sjö mörk.
Soldado hefur nú greint frá því að skórnir séu farnir í hilluna 38 ára gamall eftir dvöl hjá Levante í tvö ár.
,,Bless, heyrumst seinna,“ er það eina sem Soldado sagði er hann tilkynnti aðdáendum sínum að hann væri hættur.
Framherjinn átti flottan feril sem atvinnumaður og skoraði alls 284 mörk í 733 leikjum.