fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sjáðu myndbandið: Viðbrögð hans við vendingunum á ögurstundu vekja heimsathygli

Aron Guðmundsson
Sunnudaginn 5. mars 2023 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal vann í gær magnaðan endur­komu­sigur á Bour­nemouth á heima­velli í leik liðanna í ensku úr­vals­deildinni. Mark Reiss Nel­son á síðustu sekúndum leiksins kórónaði endur­komu Arsenal sem situr eitt á toppi deildarinnar með fimm stiga for­skot.

Hreint út sagt ó­trú­legar vendingar á Emira­tes leik­vanginum í gær­kvöldi en Arsenal lenti tveimur mörkum undir áður en að endur­koman hófst.

Mörk frá Thomas Part­ey, Ben White og svo loks Reiss Nel­son sáu til þess að for­usta liðsins á toppi ensku úr­vals­deildarinnar hélst í fimm stigum.

Í stúdíói BBC á Eng­landi fylgdust helstu spark­s­pekingar stöðvarinnar með gangi mála og þeirra á meðal var fyrrum Arsenal leik­maðurinn og nú dyggur stuðnings­maður fé­lagsins, Ian Wrig­ht.

Svo heppi­lega vildi til að fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn Gary Lineker var staddur með honum í höfuð­stöðvum BBC og náði að festa á filmu við­brögð Wrig­ht þegar að Nel­son kom boltanum í netið og tryggði Arsenal stigin þrjú.

Mynd­bandið af við­brögðum Wrig­ht, sem hefur vakið athygli víða um heim, má sjá hér fyrir neðan. Sjón er sögu ríkari:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent

Eigandi Chelsea tengdur miðabraski – Hækka verðið um tæp 5 þúsund prósent
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt

Forráðamenn United segja Bruno Fernandes segja ósatt
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar

Fabrizio Romano með tíðindi af framtíð Alberts – Segir líklegt að eitthvað stórt geti gerst í janúar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna

Seðlabankastjórinn leggur skóna á hilluna
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup

United sagt skoða sölu í janúar til að fjármagna kaup
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona

Sagðir skoða það að reka Frank og ráða fyrrum miðjumann Barcelona