fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
433Sport

Valdi mjög athyglisvert númer hjá nýju félagi

Victor Pálsson
Laugardaginn 17. september 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Carroll, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur skrifað undir samning við Reading í næst efstu deild Englands.

Carroll kemur til Reading á frjálsri sölu en hann spilaði með West Brom fyrr á þessu ári og gerði þar þrjú mörk í 15 deildarleikjum.

Carroll er 33 ára gamall og er þekktastur fyrir tíma sinn hjá bæði Liverpool og West Ham.

Hann var fenginn til að leysa Fernando Torres af hólmi hjá Liverpool árið 2011 en stóðst aldrei væntingar á Anfield.

Það vekur mikla athygli að Carroll mun klæðast treyju númer tvö hjá Reading sem er vanalega númer fyrir varnarmann.

Carroll er hins vegar sóknarmaður og á að baki níu landsleiki fyrir Englands sem komu frá 2010 til 2012.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina

Real Madrid ætlar að kaupa sex leikmenn í sumar og margir koma til greina
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona

Bilun í beinni – Inter komið í úrslit Meistaradeildarinnar eftir magnað einvígi gegn Barcelona
433Sport
Í gær

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun

Sá eftirsótti sagður hafa tekið ákvörðun
433Sport
Í gær

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín

Þurfa að uppfylla þessar kröfur Liverpool til að fá Trent fyrr til sín