fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Var tilbúinn í að taka erfiða ákvörðun – „Maður finnur það smátt og smátt“

433
Laugardaginn 29. október 2022 21:00

Ásgerður Stefanía. Mynd/Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgerður Stefanía Baldursdóttir fyrrum leikmaður Vals og nú þjálfari hjá félaginu var gestur í Íþróttavikunni með Benna Bó á föstudagskvöld en með henni í setti var Hörður Snævar Jónsson, fréttastjóri íþrótta á Torgi.

Ásgerður ákvað á dögunum að leggja skóna á hilluna eftir magnaðan feril en hún lék á ferlinum 10 A-landsleiki.

„Það hefur nú lítið reynt á það en er sátt með þessa ákvörðun. Ég var klár líkamlega og andlega í þessa ákvörðun,“ sagði Ásgerður um hið nýja líf sem fyrrum knattspyrnukona.

Ásgerður er tveggja barna móðir en hún segist hafa fundið það að nú væri rétti tímapunkturinn til að hætta.

„Maður finnur það smátt og smátt, það kom allt í einu. Eftir að ég átti seinni stelpuna mína þá ákvað ég að taka slaginn aftur, ég fékk heilræði frá manni innan Vals að ég myndi finna það þegar ég ætti að hætta. Ég ætti ekki að hætta fyrr. Svo kom tilfinning, neistinn var að minnka og mjöðmin í veseni. Þá er bara betra að hætta.“

Ásgerður varð sjö sinnum Íslandsmeistari á ferlinum og fjórum sinnum bikarmeistari. Magnaður ferill.

„Það er bara gaman, gaman að taka þátt í uppbyggingu í Garðabæ og svo ná aftur í titlana á Hlíðarenda.“

Umræðan um þetta er hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur
Hide picture