Heyrst hefur að Jón Karl Ólafsson, framkvæmdastjóri innanlandsflugs hjá Isavia og fyrrverandi forstjóri Icelandair, sé heitur fyrir því að gerast oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Sjálfstæðismenn þrá fátt heitar en að fá öflugan leiðtoga til að ná borginni aftur. Áhættan er hins vegar mikil þar sem fjögur ár í minnihluta blasa við þeim sem mistekst. Jón Karl yrði mikill fengur þar sem hann hefur mikla þekkingu sem myndi nýtast vel í flugvallarmálinu sem og reynslu af því að reka stórt fyrirtæki. Hvort hann sé öflugur stjórnmálamaður sem getur heillað kjósendur er hins vegar erfitt að segja til um.