Tveir Íslendingar eiga hlut í tilnefningum til Óskarsverðlaunanna í ár, þó að nöfn þeirra hafi ekki komið fram þegar tilnefningarnar voru lesnar upp fyrr í vikunni. Eggert Ketilsson hafði umsjón með framkvæmd leikmyndagerðar, var art director, í kvikmyndinni Dunkirk, en ein af átta tilnefningum myndarinnar var fyrir leikmynd. Þá er Helga Kristjana Bjarnadóttir hluti af animation-teymi myndarinnar The Breadwinner sem er tilnefnd sem besta teiknimyndin í fullri lengd.