fbpx
Mánudagur 27.október 2025
433

Guðni Bergs: Ég er ekki kominn með byrjunarliðið

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 6. janúar 2018 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir og Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, landsliðskon­ur í knatt­spyrnu, eru báðar á lista yfir 100 bestu leik­menn heims árið 2017. Það var Vavel sem opinberaði þennan lista á dögunum. Þar er Guðbjörg, sem er markvörður Íslands og Djurgår­d­en í Svíþjóð, í 35. sæti á listanum. Sara Björk, miðjumaður Íslands og hjá þýska meist­araliðinu Wolfs­burg, er í 49. sæti. „Það er mjög ánægjulegt að við náum að halda leikmönnum í fremstu röð,“ sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari Íslands, um málið. Hann er á þeirri skoðun að Sara eigi að vera miklu ofar á listanum. „Að mínu viti á Sara að vera á meðal efstu 15 á þessum lista, ég segi það og stend við það, Sara Björk er besti miðjumaðurinn í þýsku úrvalsdeildinni. Ég hef ekki séð betri miðjumann, hún á að vera hærra á þessum lista,“ sagði Freyr um Söru. Hann telur að Guðbjörg hafi átt frábært ár með félagsliði sínu en að hún hefði getað gert betur með landsliðinu. „Hún átti frábært tímabil með félagsliði sínu í Svíþjóð og nokkra góða landsleiki, ég held samt, þekkjandi hana rétt, að hún hefði viljað eiga betra ár með íslenska landsliðinu. Það er frábært að eiga leikmenn sem eru á meðal þeirra bestu í heimi og við eigum að setja stefnuna á að hafa alltaf leikmenn í heimsklassa, það má hins vegar aldrei slaka á og við þurfum að hafa fyrir því að eiga slíka leikmenn sem eru alltaf að berjast við þá bestu,“ sagði Freyr í samtali við DV. Íslenska landsliðið fær spennandi verkefni í lok mánaðarins þegar liðið heldur til La Manga og hefur þar með undirbúning sinn fyrir árið, liðið leikur einn leik við Noreg en það kemur í ljós í haust hvort íslenska landsliðið nái að tryggja sig inn á heimsmeistaramótið sem verður haldið í Frakklandi á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Valur horfir til Íslandsmeistaranna

Valur horfir til Íslandsmeistaranna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“

Beittur Höddi Magg vill senda nokkra einstaklinga á námskeið í skynsemi – „Fóru á taugum, hverju sem er um að kenna“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum

Stjarnan hélt í Evrópusætið þrátt fyrir tap gegn Blikum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni

Guardiola kaupir sér nýtt hús í Barcelona – Rétt hjá fyrrverandi eiginkonu sinni
433Sport
Í gær

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“

Segja að hræðsla muni kosta Íslendinga – „Fólk virðist vera sátt við að setja plástur á það“
433Sport
Í gær

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig

Amorim taldi aldrei að Ratcliffe væri að fara að reka sig
433Sport
Í gær

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar

Mjög óvænt klásúla opinberuð í samningi Bruno við United – Getur farið ódýrt næsta sumar
433Sport
Í gær

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri