
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið kenndur við forræðishyggju. Það kom því verulega á óvart þegar Ásdís Halla Bragadóttir, sem lengi var áhrifakona innan flokksins, lýsti skoðun sinni á verslun með áfengi og tóbak. „Ég vil tóbakið aftur inn í ÁTVR, fækka útibúunum, stytta opnunartímann, hafa allt lokað um helgar og líka á sumrin þegar börnin vafra um göturnar,“ sagði hún. Víst er að einhverjum Sjálfstæðismönnum hefur brugðið við að heyra af þessum tillögum.