Þær skoðanakannanir sem birst hafa síðustu vikur um úrslit þingkosninga hafa sumpart verið misvísandi. Á Útvarpi Sögu var farin óvenjuleg leið til að komast að niðurstöðu. Kallaðar voru til liðs tvær spákonur sem spáðu fyrir um úrslit kosninganna. Báðar spáðu því að Sjálfstæðisflokkurinn yrði í næstu ríkisstjórn. Lára Ólafsdóttir spáði því að Vinstri grænir yrðu með Sjálfstæðisflokki í ríkisstjórn en Sirrý spákona spáði því að Miðflokkurinn myndi mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokknum.