Úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu fer fram klukkan 16 að íslenskum tíma næsta vor, en ekki 19 eins og venjulega.
Eins og síðustu ár fer leikurinn fram á laugardegi en fyrrr um daginn. Er það vegna þess að þess að tíminn er fjölskylduvænni og hentar fleirum.
Leikurinn, sem er einn sá allra stærsti á hverju ári, fer fram 30. maí á hinum glæsilega Puskas-leikvangi í Búdapest.