Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir mætti með íslenska hópnum út á völl til að kanna aðstæður nú þegar tæpir tveir tímar eru í leikinn við Sviss í 2. umferð riðlakeppni EM.
Óvissa hefur verið með þátttöku Glódísar í leiknum vegna veikinda. Þurfti hún að yfirgefa völlinn í leiknum gegn Finnum í 1. umferð en tók þátt í hluta æfingar Íslands í gær.
Glódís virkaði brött þegar hún mætti út á völl hér í Bern nú fyrir skömmu og skellti sér svo í viðtal við RÚV niðri vð grasið. Það er því vonandi að hún geti tekið þátt í leiknum.
Það er allt undir hjá báðum liðum í kvöld, en þau töpuðu bæði í fyrstu umferð riðlakeppninnar.