Manuel Neuer, markvörður Bayern Munchen, var brjálaður út í Gianlugi Donnarumma í gær eftir leik liðsins við Paris Saint-Germain í HM félagsliða.
Donnarumma varð fyrir því óláni að fótbrjóta Jamal Musiala hjá Bayern í leiknum og er ljóst að miðjumaðurinn verður frá í marga mánuði.
Neuer segir að Donnarumma hafi verið kærulaus í úthlaupi sínu og gagnrýndi hann einnig fyrir að ræða ekki við Musiala sem var borinn af velli.
,,Þú þarft ekki að kasta þér í boltann svona, þetta var svo kærulaust! sagði Neuer og var alls ekki sáttur.
,,Hann veit af því að hann getur sært andstæðinginn. Ég fór til hans og spurði hann hvort hann vildi ekki fara til okkar leikmanns. Það sýnir virðingu, óskaðu honum góðs bata.“
,,Hann gerði það eftir á en það er mikilvægt. Ég hefði aldrei brugðist svona við.“