Lyon í Frakklandi þarf einhvern veginn að borga 172 milljónir punda á næstunni til að forðast fall í næst efstu deild landsins.
Þetta kemur fram í frönskum miðlum en Lyon hefur áfrýjað þeirri ákvörðun að dæma félagið niður um deild fyrir næsta vetur.
Talið er að Lyon skuldi allt að 500 milljónir punda en gæti sloppið með fall ef félaginu tekst að að borga þessar 172 milljónir.
Ef það tekst ekki þá eru engar líkur á að liðið haldi sæti sínu í efstu deild og er ljóst að margir leikmenn munu yfirgefa félagið.
John Textor er eigandi Lyon en hann er gríðarlega óvinsæll og gæti verið að skoða það að selja félagið.