fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Lýsir afar erfiðum mínútum Glódísar – „Heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 5. júlí 2025 14:30

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Glódís Perla Viggósdóttir æfði með íslenska landsliðinu í dag, daginn fyrir leikinn mikilvæga gegn Sviss á EM annað kvöld. Það er þó enn tvísýnt með hennar þátttöku í leiknum, en eins og flestir vita hefur hún verið að glíma við veikindi.

„Hún var ekki með alla æfinguna. Við vildum hlífa henni við mestu átökunum og sjá hvernig hún myndi bregðast við þegar hún færi að hreyfa sig og í smá átök,“ sagði Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í Bern rétt í þessu.

„En við erum bjartsýn, það er ekkert annað sem við getum gert núna. Við sjáum svo hvernig kvöldið og nóttin verður hjá henni,“ sagði hann enn fremur.

Ingibjörg Sigurðardóttir var á fundinum með Þorsteini í fjarveru Glódísar. Hún var spurð út í hvernig það hafi verið að spila með landsliðsfyrirliðanum í fyrri hálfleik gegn Finnum, áður en Glódís fór af velli, að því er virðist fárveik.

„Það var alls ekki skemmtilegt. Það er ekki oft sem maður sér Glódísi í þessu ástandi og ég hef aldrei spilað með henni þegar hún er svona, maður heyrði ekki neitt og sá bara hversu illa henni leið, það var mjög erfitt. Ég vorkenndi henni ekkert smá mikið og hún er hetja að ná að klára 45 mínútur. Ég skil ekki alveg hvernig hún fór að þessu,“ sagði Ingibjörg.

Ísland tapaði fyrsta leik EM gegn Finnum og þarf á sigri að halda annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso

Rodrygo fær grænt ljós frá Alonso
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“

Ræddu stressið sem háði liðinu – „Maður þarf líka að geta stjórnað því“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram

Sannfærður eftir að hafa rætt við annan leikmann á Instagram