Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Það virðist ætla að verða flott veður til knattspyrnuiðkunnar er Ísland mætir gestgjöfum Sviss í 2. umferð riðlakeppni EM á morgun.
Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð, Ísland gegn Finnlandi og Sviss gegn Noregi, og eru því með bakið upp við vegg fyrir leikinn á morgun. Liðið sem tapar verður sennilega úr leik.
Það var mikill hiti, upp undir 30 gráður og sól á köflum, í 1-0 tapinu gegn Finnum í Thun. Það verður öðruvísi í höfuðborginni, Bern, annað kvöld.
Þegar leikjurinn hefst klukkan 21 að staðartíma hér í Sviss annað kvöld verða 17-18 gráður, létt gola og möguleiki á rigningu.
Allt upp á tíu á hinum glæsilega Wankdorf-leikvangi, sem tekur yfir 30 þúsund manns í sæti, um fjórfalt meira en í Thun gegn Finnlandi.