Það var Pedro Neto sjálfur sem ákvað það að spila fyrir Chelsea í nótt er liðið mætti Palmeiras í HM félagsliða.
Þetta hefur Enzo Maresca, stjóri liðsins, staðfest en Neto spilaði 87 mínútur í 2-1 sigri gegn Brössunum.
Neto er portúgalskur og þekkti Diogo Jota vel en sá síðarnefndi lést í bílslysi stuttu fyrir helgi ásamt bróður sínum.
Neto fékk þann möguleika að sleppa viðureigninni en ákvað sjálfur að mæta til leiks og átti fínasta leik.
Chelsea er komið í næstu umferð keppninnar og mun þar spila við Fluninense í undanúrslitum.