Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss
Agla María Albertsdóttir landsliðskona segir að íslenska liðið sé búið að hrisa af sér tapið gegn Finnum í fyrsta leik EM. Stelpurnar eru klárar í leikinn við Sviss á sunnudag.
„Það var aðeins þungt í mannskapnum beint eftir leik en við áttum góðan tíma í gær með fjölskyldunni og það var sá dagur sem við náðum að setja þetta fyrir aftan okkur,“ sagði Agla við 433.is í dag.
Hún er spennt fyrir að spila við Sviss í Bern á leikvangi sem tekur yfir 30 þúsund manns í sæti.
„Ég held að þetta verði hörkuleikur. Það eru jöfn lið í þessum riðli en ég er fyrst og fremst gríðarlega spennt að spila fyrir framan svona marga. Ég held að það verði algjör veisla.“
Nánar í spilaranum.