fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Rob Holding aftur á meðal Íslendinga í stúkunni um helgina – Hann og Sveindís ræða aldrei um fótbolta

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. júlí 2025 16:00

Sveindís Jane og Rob Holding.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helgi Fannar Sigurðsson skrifar frá Sviss

Sveindís Jane Jónsdóttir landsliðskona segir afar mikilvægt fyrir leikmenn að hafa þéttan hóp á bak við sig af fjölskyldu og vinum á meðan EM stendur.

Ísland tapaði fyrsta leik sínum á EM 1-0 gegn Finnlandi en bindur vonir við að ná í sigur gegn Sviss á sunnudag.

„Það skiptir öllu máli að finna fyrir þessum stuðningi. Systir mín og kærasti hennar koma núna svo það verður enn stærri hópur núna,“ sagði Sveindís við 433.is í dag.

Eins og flestir vita er kærasti Sveindísar Rob Holding, varnarmaður Crystal Palace og fyrrum leikmaður Arsenal. Hann var á fyrsta leiknum gegn Finnum.

„Hann tekur næsta leik og þarf svo að fara að æfa, hann þarf nú að æfa eitthvað líka,“ sagði Sveindís létt í bragði.

video
play-sharp-fill

Íslenska liðið fékk frítíma seinni hluta dags í gær til að eyða með fjölskyldum sínum.

„Við fengum góðan frítíma og það var ótrúlega mikilvægt fyrir allar stelpurnar og starfsfólkið, að koma sér aðeins út úr þessu sem gekk á í síðasta leik.“

Sjálf segist Sveindís ekki mikið ræða fótbolta utan vallar og ekki Holding heldur.

„Við ræðum aldrei um fótbolta. Ég tala ekki mikið um fótbolta í frítíma mínum og ekki hann heldur, Við höfum margt annað að tala um.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja

Liverpool frestar því að hefja æfingar til að leikmenn fái tíma til að syrgja
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á

Höfðu komið upp reglulega öryggisgallar í bílnum sem Jota og bróðir hans voru á
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína

Henderson brast í grát þegar hann mætti fyrir utan Anfield til að votta Jota virðingu sína
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins

Íslendingar taka upp venjur heimamanna – Hægt að fara afar nýstárlega leið á næsta leik landsliðsins
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin

Þrír íslenskir knattspyrnumenn heiðruðu minningu Jota í gær – Sjáðu myndböndin
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun

Útför Diogo Jota hefst í dag og lýkur á morgun
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum

Besta deildin: Stokke tryggði stig gegn Blikum
433Sport
Í gær

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar

Vinsælasti leikur í sögu keppninnar
Hide picture